Árinni kennir illur ræðari
Jólaleg morðgáta
Enska smáþorpið Árbær
Hin ljúfa og rólega enska sveit. Hlustið á árniðinn og fuglasönginn. Rennið fingrunum um grænt grasið. Gangið upp hlíðar og komið niður fjöll. Við erum stödd í enska smáþorpinu Árbæ, árið 1926.
Persónur
Margrét Þvottsér
Blómasali
(Tekin frá af Sigrúnu)
Vilhjálmur Svakaspor
Bóndi
(Tekinn frá af Danna)
Kata Vindslit
Kráareigandi
(Tekin frá af Ástu)
Agata Kristný
Blaðamaður
(Tekin frá af Tönju)
Júlía Andrésar
Tónlistarkennari
(Tekin frá af Auði)
Pétur Tánöshendi
Læknaritari
(Tekinn frá af Tryggva)
Flóra Náttgalla
Læknir
(Tekin frá af Ásdísi)
Elísabet Talúr
Verslunareigandi
(Úthlutað á Hildi með útilokunaraðferð)
Rónald Dal
Eftirlaunaþegi
(Tekinn frá af Gumma)
Ríkharður Brjánsson
Fasteignasali
(Tekinn frá af Hirti)
Persónusköpun
Sendu mynd af þér og svar við eftirfarandi spurningum til Tryggva (mordgata@trickvi.is) fyrir lok 20. nóvember annars býr Tryggvi mjög extra vandræðalega persónu fyrir þig.
Reyndu samt að vera svolítið extravagant því það gerir leikinn mun skemmtilegri. Fyrstir koma, fyrstir fá.
- Hvaða persóna viltu vera?
- Lýstu persónunni þinni (a.m.k 2-3 setningar).
- Hvaða þrjú orð sem lýsa persónunni þinni best?
- Hvaða lag væri spilað þegar persónan þín er kynnt til sögunnar í bíómynd?
- Hvaða kæki eða óvenjur hefur persónan þína?
- Hver eru áhugamál persónunnar þinnar?
- Hvað pirrar persónuna þína út í hið óendanlega?
- Hvaða sérvisku/hjátrú hefur persónan þín?
- Hvað kemur persónunni þinni í uppnám?
- Hverju hefur persónan þín sterka skoðun á?
- Hvaða fælni (fóbíu) hefur persónan þín?
- Hvað gerir persónuna þína hamingjusama?
- Hver er mesta leyndarmál persónunnar þinnar og af hverju er það leyndarmál?
- Hvað er það besta sem hefur komið fyrir persónuna þína?
- Hvað er það versta sem hefur komið fyrir persónuna þína?
- Ertu með einhverjar séróskir?
Tryggvi áskilur sér rétt til að breyta persónunni til að passa betur í söguna.